Orkueftirlit í byggingum
Í byggingum finnast ýmiss dæmi um óþarfa orkunotkun, t.d.
- keyrsla loftræstikerfa í mannlausu húsnæði, að nóttu eða um helgar
- keyrsla snjóbræðslukerfa þegar enginn snjór er
- keyrsla lýsingarkerfa utan vinnutíma
- of mikil afköst loftræstikerfa
- of langur gangtími loftræstikerfa
- of hár bakrásarhiti ofna- og gólfhitakerfa
- illa stillt neysluvatnsupphitunarkerfi o.m.fl.
Í öllum þessum tilfellum getur reynst erfitt að uppgötva bilanir eða vanstillingu nema með sjálfvirkum orkueftirlitskerfum. Verkfræðistofan Vista gerir úttekt á orkukerfum, gerir tillögu um eftirlit og setur upp eftirlitsbúnað. Hjá okkur færðu trausta og góða upplýsingagjöf um orkugögn og ráðgjöf um orkusparnað.
Önnur þjónusta
Gervigrasvellir sem eru upphitaðir nota mjög mikið heitt vatn. Algengt er að þegar upphitun er sem mest noti einstaka gervigrasvöllur meira heitt vatn en 10 stórir framhaldsskólar samanlagt. Það er því mikið hagsmunamál að draga jafnskótt úr heitavatnsnotkun og snjór bráðnar eða hlýna tekur. Algengasti ágalli í upphitun gervigrasvella er mikil upphitun sem stendur lengur yfir en þörf er á. Hér skiptir máli að hafa sérhæft stjórnkerfi sem ræður við alla duttlunga upphitunar og sjálfvirkt orkueftirlit þannig að auðveldlega megi sjá hvort upphitunarkerfið sé vel stillt og í lagi eða hvort bregðast þurfi við bilunum.
Þrautreynd gervigrasvallastjórnkerfi Vista lágmarka heitavatnsnotkun, gefa fjaraðgang að mælingum og leyfir fjarstýringar á upphitun. Vista skipuleggur ný kerfi og endurbætir eldri stjórnkerfi , setur upp allan búnað, annast viðhald og veitir ráðgjöf um skynsamlegan rekstur.
Vatnsveitukerfi tilheyra grundvallarþjónustu og það skiptir alla máli að það sé vel farið með kalt vatn. Eitt vandamál í rekstri vatnsveitukerfa eru lekar sem geta verið umtalsverðir. Það er ekki einungis að vatn sem lekur sé tapað, heldur kallar það á aukinn kostnað vegna dælingar, það veldur auknu álagi á vatnsbólið, vatnsþrýstingur fellur og svo getur skapast skaði vegna vatnsins sem grefur sér leið neðanjarðar. Lekar geta verið hvort sem er á stofnæðum og í grennri dreifiæðum. Ef leki sést ekki á yfirborði þá er notuð ákveðin aðferðarfræði við að finna þá grein sem lekinn er í.
Vatnsveitueftirlitskerfi Vista einfalda allt eftirlit með rekstri vatnsveitna. Vista aðstoðar við greiningu kerfa, setur upp búnað og birtir mæligögn þannig að að lekar verði sýnilegir.
Sundlaugar eru uppspretta góðrar heilsu og nota mjög mikið vatn, bæði heitt vatn og kalt. Til að stjórna vatnsnotkun þá eru í sundlaugum margvísleg sjálfvirk kerfi. En vatnsnotkun í sundlaugarkerfum er í eðli sínu að miklu leiti ósýnileg og vanstilling sjálfvirkra kerfa er því einnig að mestu leiti ósýnileg. Meðal vanstillinga sem þekkjast er sírennsli, óstöðug hitareglun, óþarfa upphitun, sveiflukennd vatnsnotkun, rekstur kerfa utan opnunartíma og fleira í þessum dúr. En sundlaugar eru samt þannig að ekki er hægt að slökkva alveg á þeim og ætlast svo til að þær séu tilbúnar næsta morgun.
Vista útvegar allan búnað til stýringa og eftirlits í sundlaugareksri. Við ráðleggjum um stýringar og mælitæki og aðstoðum við kostnaðargreiningu þannig að ljóst megi vera hvernig til tekst með sundlaugarreksturinn.